Hamar fékk deildarmeistarabikarinn afhentan

Deildarmeistarar Hamars. Ljósmynd/Aðsend

Bikar- og deildarmeistarar Hamars í blaki karla unnu öruggan 3-0 sigur á Stál-Úlfi í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Unbrokendeildarinnar í kvöld.

Hamarsmenn mættu ákveðnir til leiks og var sigur þeirra aldrei í hættu. Hrinurnar fóru 25-10, 25-11 og 25-19.

Rafal Berwald var stigahæstur heimamanna með 10 stig en næstir komu Kristján og Hásteinn Valdimarssynir og Tomek Leik með 9 stig.

Liðin mætast aftur á laugardaginn í Fagralundi en vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Hamarsmenn fengu deildarmeistarabikarinn afhentan í lok leiks auk þess sem Hamarsmenn í liði ársins fengu sínar viðurkenningar. Það voru þeir Damian Sapor, uppspilari, Austris Bukovskis, frelsingi, Tomek Leik, kntur og besti erlendi leikmaðurinn og Hafsteinn Valdimarsson, miðjam

Auk þess tóku Valdimar Hafsteinsson og Bryndís Sigurðardóttir við viðurkenningu fyrir hönd Hamars fyrir bestu umgjörðina í Unbroken deildinni í vetur.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Fyrri grein„Vorblær“ Rósu í Gallery Listaseli
Næsta greinGrýlupottahlaupið hefst á laugardaginn