Hamar fær Hauka og KFÍ

Dregið var í 8–liða úrslit Poweradebikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Báðir meistaraflokkar Hamars voru í pottinum.

Það er ljóst að það verður 1. deildarlið í undanúrslitunum þetta árið því karlalið Hamars dróst gegn KFÍ á Ísafirði.

Kvennaliðið fær einnig útileik, gegn Haukum í Hafnarfirði.

Leikið verður 21.–23. janúar.

Kvennaleikirnir:
Njarðvík – Keflavík
Fjölnir – Snæfell
Haukar – Hamar
Stjarnan – Grindavík

Karlaleikirnir:
KFÍ – Hamar
Fjölnir – Keflavík
Tindastóll – Njarðvík
KR – Snæfell