Stigasöfnun Hamars gengur illa í upphafi Íslandsmótsins í knattspyrnu en í gærkvöldi töpuðu Hvergerðingar þriðja leiknum í röð í 4. deildinni.
Hamar heimsótti KH á Hlíðarenda og þar komust gestirnir yfir strax á 8. mínútu. Þrátt fyrir ágæta spretti beggja liða urðu mörkin ekki fleiri og KH sigraði 1-0.
Hvergerðingar luku leik einum manni færri en Przemyslaw Bielawski fékk tvö gul spjöld með þriggja mínútna millibili undir lokin.

