Hamar enn án sigurs

Guido Rancez sækir að marki KH í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn fengu skell á heimavelli í kvöld þegar fengu KH í heimsókn á Grýluvöll í 4. deild karla í knattspyrnu.

Hvergerðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti en fengu mark í andlitið á 20. mínútu. Gestirnir gengu á lagið og bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik, 0-3 í leikhléi.

Hamarsmenn fóru yfir málin í hálfleik en leikplanið fór fljótlega út um gluggann því KH bætti við tveimur mörkum á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks.

Hamdja Kamara minnkaði muninn fyrir Hamar á 83. mínútu en mínútu síðar fékk Tomas Alassia sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Lokatölur 1-5 og Hamar er áfram á botni deildarinnar með 2 stig, þegar sex umferðir eru eftir.

Fyrri greinNýir aðstoðarskólastjórnendur ráðnir við Kerhólsskóla
Næsta greinKFR á toppnum þrátt fyrir tap