Hamar ekki með í byrjun

Hamarskonur mættu ekki til leiks fyrstu tíu mínúturnar í leik liðsins gegn Haukum í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Það munaði um minna því Haukar sigruðu 79-88.

Hamar var ekki með á nótunum í upphafi leiks, Haukar skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og komust í 21-6 undir lok 1. leikhluta. Hamar svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og náði að minnka muninn í sex stig, 37-31 en staðan var 40-31 í hálfleik.

Hamarskonur mættu grimmari inn í seinni hálfleikinn, Haukar komust í 53-39 snemma í 3. leikhluta en þá kom góður kafli hjá Hamri sem minnkaði muninn í 63-60 og þannig stóðu leikar þegar 4. leikhluti hófst.

Hamar skoraði fyrstu fimm stigin í síðasta fjórðungnum og komst yfir, 63-65, en það varði ekki lengi, Haukar svöruðu strax fyrir sig og leiddu til leiksloka. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var staðan 75-72 en Haukar skoruðu sex síðustu stig leiksins.

Chelsie Schweers var lang stigahæst hjá Hamri með 34 stig, Fanney Guðmundsdóttir skoraði 13, Íris Ásgeirsdóttir 12, Sóley Guðgeirsdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 4 og Katrín Eik Össurardóttir 3. Marín var frákastahæst hjá Hamri með 16 fráköst.

Hamar er í 6. sæti Domino’s-deildarinnar með 16 stig.

Fyrri greinArna Ómars í Selfoss
Næsta greinNý perla á Suðurlandi