Hamar ekki með í 1. leikhluta

Hamar tapaði 64-74 þegar Keflavík kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í Domino's-deild kvenna í körfubolta í dag.

Keflvíkinga völtuðu yfir Hamar á upphafsmínútunum en efitr fjö mínútna leik var staðan orðin 4-26.

Leikar stóðu 8-29 að fyrsta leikhluta loknum en 2. leikhluti var hnífjafn og staðan 25-46 í hálfleik.

Hvergerðingar voru sterkari í síðari hálfleik en náðu ekki að saxa á forskot Keflavíkur að ráði fyrr en rétt í leikslok að Hamar tók 17-2 rispu og breytti stöðunni í 64-74 en þær urðu lokatölur leiksins.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 14 stig/9 fráköst/5 stolnir, Íris Ásgeirsdóttir 13 stig, Salbjörg Sævarsdóttir 12 stig/9 fráköst/5 varin (19 í framlag), Jenný Harðardóttir 9 stig, Nína Kristjánsdóttir 7 stig, Jóhanna Sævarsdóttir 4 stig, Heiða Valdimarsdóttir 3 stig, Karen Jónsdóttir 1 stig, Margrét Arnarsdóttir 1 stig.

Fyrri greinGuðrún Berglind stýrir Hjallatúni
Næsta greinFyrsta landsliðsmark Viðars