Hamar byrjar árið vel

Kvennalið Hamars byrjar árið 2018 með látum en liðið skellti Grindvíkingum í 1. deildinni á heimavelli í dag. Þetta var annar sigur Hamars í vetur.

Fyrri hálfleikur var jafn en staðan í leikhléi var 29-30. Þriðji leikhluti var í járnum og lítið skorað en bæði lið skoruðu níu stig í leikhlutanum. Hvergerðingar spýttu svo vel í lófana í fjórða leikhluta og kláruðu af miklum krafti. Lokatölur 64-57.

Álfhildur Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Hamar, skoraði 23 stig og tók 8 fráköst og var besti maður vallarins.

Hamar er áfram í 6. sæti deildarinnar, nú með 4 stig. Grindavík er í 3. sæti með 14 stig.

Tölfræði Hamars: Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 23/8 fráköst, Helga Sóley Heiðarsdóttir 15, Ragnheiður Magnúsdóttir 8, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4, Vilborg Óttarsdóttir 4/4 fráköst, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 3, Adda María Óttarsdóttir 2, Dagrún Inga Jónsdóttir 1.

Fyrri greinMikilvægur sigur Hamars – FSu tapar enn
Næsta greinByrjað á viðbyggingu við Sunnulæk – Byggt yfir útigarðana í Vallaskóla