Hamar byrjar á sigri – KFR tapaði

Hamar og KFR hófu keppni í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hamar sigraði Snæfell/UDN á meðan KFR tapaði fyrir Birninum.

Hvergerðingar mættu Snæfellingum og Dalamönnum í hörkuleik á Grýluvelli þar sem Milos Bursac kom Hamri yfir strax á 2. mínútu. Gestirnir skoruðu svo sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2-0 í hálfleik. Paulius Osauskas minnkaði muninn fyrir gestina á 71. mínútu en Hamar hélt út og fagnaði 2-1 sigri.

Björninn var í heimsókn á Hvolsvelli þar sem gestirnir kláruðu leikinn með marki á 7. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og góðar sóknir beggja liða. Lokatölur 0-1.

Fyrri greinÁlfheiður: Málefni fatlaðra í Árborg
Næsta greinLeit við Ölfusá hætt í bili