Hamar bikarmeistari í blaki karla

Hamarsmenn fagna bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Hamarsmenn tryggðu sér í gær Kjörísbikarmeistaratitilinn í blaki karla. Þetta er fyrsti stóri titill Hamars í blaki og í fyrsta sinn síðan árið 1980 sem sunnlenskt lið vinnur stóran titil í blaki, en það ár urðu Laugdælir Íslandsmeistarar.

Eftir að hafa unnið Vestra 3-0 í undanúrslitum þá mætti Hamar Aftureldingu í úrslitaleiknum. Afturelding byrjaði betur í leiknum en þegar leið á fyrstu hrinu náði Hamar yfirhöndinni og vann að lokum hrinuna 25-23. Önnur hrina var einnig spennandi en Hamar leiddi nær alla hrinuna og vann að lokum 26-24.

Hamar byrjaði af krafti í fjórðu hrinu og náði snemma fjögurra stiga forystu. Afturelding náði að minnka muninn í 19-18 en þá tóku Hamarsmenn aftur við sér og unnu hrinuna nokkuð örugglega, 25-21 og leikinn þar með 3-0.

Wiktor Mielczarek var stigahæstur í liði Hamars með 21 stig og var hann valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.

Fyrri greinGoði Gnýr bætti eigið met
Næsta greinFyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Selfossi