Hamar bikarmeistari fjórða árið í röð

Hamarsmenn fagna bikarmeistaratitlinum í gær. Ljósmynd/Hamar

Hamar tryggði sér í gær bikarmeistaratitilinn í blaki karla, fjórða árið í röð, eftir öruggan sigur á Þrótti Fjarðabyggð í úrslitaleiknum í Digranesi í Kópavogi í gær.

Hamar vann fyrstu hrinuna 25-19, aðra hrinu 25-17 og þriðju og síðustu hrinuna 25-16 og leikinn þar með 3-0. Mun meiri spenna var í undanúrslitaleiknum gegn KA sem Hamar vann 3-2 eftir hnífjafna viðureign.

Hvergerðingar hafa átt virkilega góðu gengi að fagna í bikarkeppninni síðustu ár og eru í dag einnig á toppi úrvalsdeildarinnar í blaki.

Fyrri greinTindur ráðinn þjálfari Uppsveita
Næsta greinEinangrari slitnaði og kveikti í rafmagnsstaur