Hamar bíður enn eftir sigri

Hamar og Fjarðabyggð skildu jöfn, 2-2, í botnbaráttuleik í 2. deild karla í knattspyrnu á Grýluvelli í dag.

Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á 5. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Arnþór Ingi Kristinsson fyrir Hamar.

Ingþór Björgvinsson kom Hamri í 2-1 á 42. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu hins vegar á þriðju mínútu síðari hálfleiks og lokatölur urðu 2-2 þó að bæði lið hafi átt álitlegar sóknir í seinni hálfleiknum.

Eftir leikinn er Hamar áfram í 10. sæti með 4 stig og Fjarðabyggð hefur sama stigafjölda í 11. sæti. Hamar hefur ekki ennþá unnið leik í deildinni, heldur gert fjögur jafntefli.