Hamar auðveld bráð fyrir Hauka

Hamar tapaði stórt þegar liðið heimsótti Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 86-44.

Haukar leiddu 21-6 eftir 1. leikhluta en 2. leikhluti var jafn og staðan í hálfleik 37-23. Haukar juku forskotið um átta stig í 3. leikhluta en Hamar mátti sín lítils í síðasta fjórðungnum sem Haukar unnu 29-9.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 16 stig og 10 fráköst, Vilborg Óttarsdótir skoraði 7 stig, Salbjörg Sævarsdóttir og Heiða Valdimarsdóttir 5, Sóley Guðgeirsdóttir 4, Jenný Harðardóttir 3 og þær Erika Jónsdóttir og Hafdís Ellertsdóttir skoruðu tvö stig hvor.

Fyrri greinArnar með eina mark Selfoss
Næsta greinAnna Margrét sigraði upplestrarkeppnina