Hamar aftur í botnpakkann

Hamarsmenn steinlágu 5-0 á útivelli þegar þeir mættu Hetti á Egilsstöðum í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.

Staðan var 2-0 í hálfleik og Hattarmenn bættu við þremur mörkum í síðari hálfleik.

Hamar er nú í 9. sæti með 17 stig en bilið niður í fallsæti hefur minnkað því ÍH og Víðir eru bæði með 15 stig og ÍH í fallsæti.