Hamar áfram í bikarnum – FSu úr leik

Lið Hamars er komið í 16-liða úrslit Powerade bikars karla í körfubolta eftir sigur á Reyni í Sandgerði í kvöld. FSu tapaði á sama tíma fyrir KFÍ á Ísafirði.

Hamar lagði Reyni 66-87 í Sandgerði þar sem Halldór Gunnar Jónsson var stigahæstur Hvergerðinga með 21 stig.

Á Ísafirði mætti FSu ofjörlum sínum en heimamenn voru mun sterkari framan af leik og leiddu 44-22 í hálfleik. KFÍ jók muninn í 43 stig, 75-32, í 3. leikhluta en FSu klóraði í bakkann í 4. leikhluta og lokatölur urðu 86-52. Kjartan Kjartansson var stigahæstur hjá FSu með 20 stig og Sæmundur Valdimarsson skoraði 12.