Hamar áfram í bikarnum

Pétur Geir Ómarsson í baráttu við leikmenn Kríu á Seltjarnarnesinu í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn eru komnir í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 2-3 sigur á Kríu í dag. Ægismenn eru hins vegar úr leik.

Pétur Geir Ómarsson kom Hamri yfir á 22. mínútu á Seltjarnarnesinu og Einar Jakob Jóhannsson tvöfaldaði forskot Hamars á 53. mínútu. Kría náði hins vegar að jafna úr tveimur vítaspyrnum með tveggja mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik. Sam Malson kláraði hins vegar leikinn fyrir Hvergerðinga þremur mínútum eftir jöfnunarmark Kríu og þar við sat, 2-3.

Ægir lenti undir strax á 1. mínútu leiksins gegn Þrótti í Vogum. Viktor Marel Kjærnested jafnaði metin fyrir Ægi á 11. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. Eina mark seinni hálfleiks kom á 75. mínútu og það skoruðu Þróttarar og tryggðu sér 2-1 sigur.

Fimm leikir á morgun
Á sunnudag tekur KFR á móti GG kl. 14:00 og á sama tíma heimsækja Uppsveitir Skautafélag Reykjavíkur. Stokkseyri tekur á móti Afríku kl. 16:00 og kl. 17:00 mætast Árborg og Augnablik. Í Mjólkurbikar kvenna tekur nýtt lið Hamars á móti ÍA á sunnudag kl. 14:00.

Fyrri greinTveir litlir skjálftar nálægt Hveragerði
Næsta greinSelfyssingar meistarar meistaranna