Hamagangur á Egilsstöðum

Sunnlensku keppendurnir náðu ekki í verðlaunasæti í torfærukeppninni sem fór fram á Egilsstöðum um síðustu helgi.

Keppnin var tilþrifamikil og spennandi en Sunnlendingarnir náðu sér ekki á flug. Ívar Guðmundsson var var í 2. sæti í götubílaflokknum þegar hann velti harkalega í næst síðustu braut sem var tímabraut. Hann skemmdi bílinn og fékk aðeins 25 stig í síðustu brautinni og missti tvo keppendur uppfyrir sig. Ívar endaði því í 4. sæti.

Sunnlensku keppendurnir í sérútbúna flokknum lentu báðir í vandræðum í upphafi keppninnar og voru aldrei í toppbaráttunni. Benedikt Sigfússon varð í 5. sæti á Hlunknum og Dagbjartur Jónsson í sjötta á Dýrlingnum en hann náði að velta honum í tvígang.

Jóhann Rúnarsson og Róbert Agnarsson tóku ekki þátt í keppninni á Egilsstöðum og framtíð keppnisársins er í óvissu hvað varðar næstu umferðir sem ekki hefur fundist dagsetning á. Ný stjórn Torfæruklúbbsins vinnur hörðum höndum að því að setja upp fleiri keppnir í sumar.

Staðan í Íslandsmótinu að lokinni 3. umferð:
Sérútbúnir:
1. Ólafur Bragi Jónsson – 50 stig
2. Jóhann Rúnarsson – 43 stig
3. Leó Viðar Björnsson – 38 stig
4. Benedikt Helgi Sigfússon – 33 stig
5. Daníel Ingimundarson – 26 stig
6. Dagbjartur Jónsson – 26 stig
7. Róbert Agnarsson – 22 stig
8. Bjarki Reynisson – 18 stig
9. Guðlaugur Helgason – 12 stig
10. Garðar Sigurðsson – 6 stig
11. Benedikt Eiríksson – 6 stig
12. Sigþór Helgason – 6 stig
13. Kristmundur Dagsson – 2 stig

Götubílar:
1. Stefán Bjarnhéðinsson – 58 stig
2. Ívar Guðmundsson – 52 stig
3. Ingólfur Guðvarðarson – 45 stig
4. Magnús Sigurðsson – 37 stig
5. Steingrímur Bjarnason – 28 stig
6. Sævar Már Gunnarsson – 20 stig

Myndir frá keppninni á heimska.com