Halldór Garðar íþróttamaður Ölfuss 2019

Ljósmynd/Aðsend

Körfuknattleiksmaðurinn Halldór Garðar Hermannsson var útnefndur íþróttamaður Ölfuss við hátíðlega athöfn í Versölum síðastliðinn sunnudag.

Halldór er fæddur 1997 og er lykilleikmaður í meistaraflokki Þórs og hefur leikið vel bæði í vörn og sókn. Á árinu 2019 var hann valinn í A landslið karla sem keppti á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í lok maí.

Í haust hefur hann að meðaltali verið með 15,1 stig og 11,6 framlagspunkta og 5,2 stoðsendingar fyrir Þór í deildinni. Hann var valinn í úrvalslið fyrri hluta deildarinnar og besti ungi leikmaðurinn.

Auk Halldórs voru tilnefnd til íþróttamanns Ölfuss þau Svanur Jónsson fyrir golf, Atli Rafn Guðbjartsson fyrir knattspyrnu, Viktor Karl Halldórsson fyrir frjálsar íþróttir, Heiðar Örn Sverrisson fyrir akstursíþróttir, Katrín Ósk Þrastardóttir fyrir fimleika, Auður Helga Halldórsdóttir fyrir fimleika, Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir hestaíþróttir og Katrín Stefánsdóttir fyrir hestaíþróttir.

Auk þess fengur eftirtaldir íþróttamenn viðurkenningu fyrir landsliðssæti, bikar- og íslandsmeistaratitla; Styrmir Þrastarson fyrir körfuknattleik, Ísak Júlíus Perdue fyrir körfuknattleik, Auður Helga Halldórsdóttir fyrir frjálsar íþróttir, Róbert Khorchai Angeluson fyrir frjálsar íþróttir, Þorvaldur Daði Guðnason fyrir frjálsar íþróttir og Védís Huld Sigurðardóttir fyrir hestaíþróttir.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinEinn tekinn ölvaður undir stýri
Næsta greinGuðmundur og Þorsteinn léku með U17 í Hvíta-Rússlandi