Halldór Garðar með 42 stig gegn KR

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Þórsara. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn hefur lokið keppni á Íslandsmótinu í körfubolta í vetur. Liðið tapaði í kvöld fyrir KR á heimavelli í lokaumferð Domino's-deildar karla.

KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Þórsurum gekk illa að finna leiðir upp að körfunni í 1. leikhluta. Þeir hresstust þó nokkuð í 2. leikhluta en staðan í leikhléi var 39-48. Seinni hálfleikur var hnífjafn en Þórsurum tókst ekki að brúa bilið og komust aldrei yfir í leiknum. Lokatölur 89-98.

Halldór Garðar Hermannsson átti stórleik fyrir Þór en hann skoraði 42 stig í leiknum. Chaz Williams átti sömuleiðis góðan leik og var nálægt fjórfaldri tvennu. Halldór Garðar var nálægt því að skora helminginn af stigum Þórsara í leiknum en aðeins fimm leikmenn Þórs komust á blað í kvöld og liðið fékk aðeins 8 stig af bekknum.

Þórsarar luku mótinu í 9. sæti Domino’s-deildarinnar með 18 stig og missa því af úrslitakeppninni í fyrsta skipti í langan tíma.

Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 42, Chaz Williams 23/8 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Emil Karel Einarsson 8, Davíð Arnar Ágústsson 8, Adam Ásgeirsson 8.

Fyrri greinÁsta í baráttusætinu hjá D-listanum í Árborg
Næsta greinÖruggt hjá FSu í lokaumferðinni