Hálandaleikarnir á laugardag

Hinir íslensku Hálandaleikar munu fara fram í bæjargarðinum á Selfossi á laugardaginn.

Mótið hefst kl. 10:30 og líkur um 16:00. Keppt er í karla- og kvennaflokki og eru níu konur og átta karlar skráð til leiks.

Keppt verður í sjö hefbundnum hálandagreinum; steinakasti með og án atrennu, lóðakasti, sleggjukasti, staurakasti, seybaggakasti og 25 kg lóðakasti yfir rá.

Meðal keppenda eru Bryndís Ólafsdóttir frá Selfossi og Þóra Þorsteinsdóttir frá Stokkseyri.

Enginn aðgangseyrir er á keppnina og eru Sunnlendingar hvattir til að mæta og hvetja kraftafólkið.