Hákon sigraði á sterku móti

Hákon Þór Svavarsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands, sigraði á sterku Landsmóti Skotíþróttafélags Íslands í skeet sem haldið var um Hvítasunnuhelgina á velli SFS í landi Hrauns í Ölfusi.

Hákon skaut 115 af 125 mögulegum sem er meistaraflokksárangur og skaut svo 23 af 25 mögulegum í úrslitum.

Örn Valdimarsson, SR, var í öðru sæti og Pétur Gunnarsson, SÍH, í því þriðja.

Fleiri sunnlenskir sigrar litu dagsins ljós því Davíð Ingason, SFS, sigraði í öldungaflokki með 84 stig og Snorri J Valsson, SFS, sigraði 3. flokk einnig með 84 stig.

Hægt er að sjá nánari úrslit á heimasíðu Skotíþróttafélags Suðurlands.

Fyrri greinSluppu ómeiddir þegar fisflugvél brotlenti
Næsta greinOddur þjálfar hjá Tindastóli