Hákon setti nýtt Íslandsmet

Hákon Þór Svavarsson. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands

Hákon Þór Svavarsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands, setti nýtt Íslandsmet í haglabyssugreininni skeet á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands, sem haldið var á skotsvæði SFS að Hrauni í Ölfusi um helgina.

Hákon náði 122 stigum af 125 mögulegum. Á mótinu sigraði hins vegar Arnór Logi Uzureau úr SÍH með 114 stig en 49 í úrslitum, í öðru sæti varð Daníel Heiðarsson úr SÍH með 106/44 stig og í því þriðja varð svo Hákon með 122/37 stig.

Í fjórða sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 102/30 stig, Jón Gunnar Kristjánsson úr SÍH varð fimmti með 102/19 stig og í sjötta sæti hafnaði Jakob Þór Leifsson úr SFS með 116/12 stig.

Fyrri greinEmelía aftur til Svíþjóðar
Næsta greinFimm þyrluútköll á Suðurlandi um helgina