Hákon og Kristinn í Hamar

Hamar hefur fengið varnarmennina Hákon Andra Víkingsson og Kristinn Steinar Kristinsson á láni frá Þrótti Reykjavík.

Báðir verða þeir 21 árs á þessu ári en þeir ættu að geta leikið sinn fyrsta leik með Hamar gegn Ými í VISA-bikarnum á morgun.

Hákon Andri þekkir til í Hveragerði því hann var einnig á láni hjá Hamar í fyrra þar sem hann lék þrettán leik í 2. deildinni.

Kristinn Steinar var í leikmannahópi Þróttar í Pepsi-deildinni í fyrra þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum.

Fótbolti.net greindi frá þessu í kvöld.

Fyrri greinKjartan tekur við keflinu af Önnu Birnu
Næsta greinKjalnesingar stálu sigrinum