Hákon Þór landsmótsmeistari

Hákon Þór Svavarsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands, sigraði á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem fram fór á Blönduósi um helgina.

Keppt var í skeet þar sem skotnar eru fimm 25 skota umferðir og sex efstu keppendur skjóta svo 25 til viðbótar í úrslitum. Hákon skaut 114 af 125 og síðan 23 í úrslitum. Hákon hefur staðið sig vel á síðustu mótum en á landsmótinu skaut hann meistaraflokks árangur annað mótið í röð.

Nítján keppendur tóku þátt í mótinu en Örn Valdimarsson, SR, varð annar og Ellert Aðalsteinsson, SR, þriðji.

Davíð Ingason, Skotíþróttafélagi Suðurlands, sigraði í öldungaflokki.

Fyrri greinSóttu slasaða konu í Rjúpnabrekkur
Næsta greinGengið í slóð Fjalla-Eyvindar