Hákon Þór bikarmeistari

Hákon Þór Svavarsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands, varð um helgina bikarmeistari hjá Skotíþróttasambandi Íslands.

Keppnin var spennandi þar sem fjórir keppendur áttu möguleika á titlinum fyrir mótið en samanlögð stig úr mótum sumarsins og úrslit bikarmeistaramótsins skera úr um hver hreppir titilinn.

Hákon hitti úr 111 skotum af 125 og skaut 24 af 25 í úrslitalotunni. Annar varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.