Hafþór ráðinn framkvæmdastjóri Hamars

Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði lauk nýverið við ráðningu á fyrsta framkvæmdastjóra félagsins. Eftir umsóknarferli var ákveðið að ráða Hafþór Vilberg Björnsson í starfið.

Hafþór hefur um langt skeið verið virkur í flestum deildum Hamars og þekkir því starfsemi félagsins mjög vel. Hann er fæddur 1987 og er að ljúka B.Sc. námi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Hafþór hefur margþætta reynslu úr félags- og íþróttastarfi, jafnframt því sem hann hefur til þessa einnig sinnt sölu- og markaðsstörfum m.a. fyrir Ölgerðina.

Hafþór hóf störf hjá Hamri þann 1. mars síðastliðinn en þetta er í fyrsta sinn sem Hamar ræður framkvæmdastjóra.

Fyrri greinHS Veitur fá ISO 9001 vottun
Næsta greinÁrborg semur við Fljóaljós um ljósleiðara á þrjá bæi