Hafsteinn og Kristján danskir bikarmeistarar

Lið Hvergerðinganna Hafsteins og Kristjáns Valdimarssona, Marienlyst, varð um helgina danskur bikarmeistari blaki annað árið í röð.

Liðið spilaði á móti Spentrup IF á sunnudaginn í Odense fyrir framan 1.800 áhorfendur. Marienlyst vann leikinn, 3-1.

Um næstu helgi halda þeir bræður með liði sínu til Falkenberg í Svíþjóð þar sem liðið tekur þátt í Norðurlandamóti félagsliða en þar á Marienlyst titil að verja.

Fyrri greinUpphaf eldgoss í Heimaey og áhrifin á Þorlákshöfn
Næsta greinTók út fé af reikningi annars manns