Hafsteinn íþróttamaður Hveragerðis 2021

Hafsteinn Valdimarsson blakmaður var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2021. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Blakmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2021.

Hafsteinn er fyrirliði blakliðs Hamars sem leikur í efstu deild. Hann fór fyrir liði sínu þegar liðið vann sína fyrstu titla síðastliðið vor og fagnaði deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitlum. Hafsteinn var valinn í lið ársins hjá Blaksambandi Íslands. Í desember síðastliðinn var Hafsteinn valinn í lið BLÍ fyrri hluta tímabils 2021-2022 en Hamarsliðið var í efsta sæti deildarinnar um síðustu áramót.

Alls voru átta íþróttamenn tilnefndir í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2021 og fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Þeir íþróttamenn sem voru í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2021:
Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik
Dagný Rún Gísladóttir fyrir góðan árangur í knattspyrnu
Fannar Ingi Steingrímsson fyrir góðan árangur í golfi
Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
Haukur Davíðsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
Óliver Þorkelsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu
Ragnheiður Brynjólfsdóttir fyrir góðan árangur í motocross
Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí
Hér er hægt að lesa nánar um íþróttamennina

Einnig voru veittar viðurkenningar til 17 íþróttamanna sem hafa orðið Íslands- og bikarmeistarar og verið í landsliðshópum á árinu.

Fyrri greinÍþrótta- og æskulýðsmál í Rangárþingi eystra
Næsta greinHrunamenn töpuðu naumlega – Hamar steinlá