Hafþór Mar lánaður í Selfoss

Knattspyrnulið Selfoss hefur fengið kantmanninn Hafþór Mar Aðalgeirsson að láni frá Fram.

fotbolti.net greinir frá þessu

Hafþór Mar kom til Fram frá Völsungi síðastliðið haust en hann hefur verið talsvert meiddur í vetur. Þessi 19 ára gamli leikmaður mun nú hefja tímabilið með Selfyssingum á láni í 1. deildinni þegar liðið mætir ÍA á útivelli á föstudagskvöld.

Hafþór Mar gerði sjö mörk í fimmtán deildarleikjum fyrir Völsung í fyrstu deildinni í fyrrasumar, en hann hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár. Þá hefur Hafþór einnig leikið með U17 og U19 ára landsliði Íslands á ferlinum.

Fyrri greinJóna Björg ráðin leikskólastjóri
Næsta greinSirkus Íslands á Sumar á Selfossi