Gylfi sigraði á mótaröðinni

Síðasta mótið í Opna Landflutningar/Samskip mótaröðinni var haldið hjá Golfklúbbi Selfoss á Svarfhólsvelli þann 27.júlí sl.

Spilaðir voru fimm hringir og voru það þrír bestu hringirnir sem töldu.

Úrslit voru eftirfarandi:
1. sæti Gylfi B. Sigurjónsson.
2. sæti Guðmundur Bergsson.
3. sæti Grétar Sigurgíslason.
4. sæti Benedikt Magnússon.
5. sæti Gestur Guðjónsson.