Gyða, Elmar og Heiðar heiðruð á lokahófi

Lokahóf Mótorhjóla- og snjósleða-íþróttasambands Íslands (MSÍ) var haldið síðastliðinn laugardag þar sem nokkrir meðlimir motokrossdeildar Umf. Selfoss áttu góða kvöldstund saman.

Aðaltilgangur lokahófs MSÍ er að afhenda verðlaun fyrir árangur undanfarins keppnistímabils og því var ljóst að Selfyssingar færu ekki tómhentir heim.

Gyða Dögg Heiðarsdóttir tók á móti verðlaunum fyrir annað sæti til Íslandsmeistara í kvennaflokki ásamt því að vera í sigurliði liðakeppninnar í kvennaflokki. Heiðar Örn Sverrisson tók á móti Íslandsmeistaratitli í MX-40+ flokki og að lokum tók Elmar Darri Vilhelmsson á móti Íslandsmeistaratitli í 85 cc flokki.

Selfyssingar tóku því á móti tveimur Íslandsmeistaratitlum af sex sem í boði voru ásamt því að fá annað sætið í einum flokk. Frábær árangur liðsmanna Umf. Selfoss og ef að horft er til yngri ökumanna sem eru á leið upp unglingastarfið hjá deildinni þá er von á fleiri titlum á komandi árum.

Fyrri greinÍ skoðun að ráða ferðamálafulltrúa fyrir lágsveitirnar
Næsta greinKveikt á jólaljósunum í Árborg á fimmtudaginn