Gyða Dögg akstursíþróttakona ársins

Lokahóf Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands fór fram í Turninum í Kópavogi um síðustu helgina og þar tóku tveir liðsmenn mótokrossdeildar Selfoss við verðlaunum.

Það eru þau Elmar Darri Vilhelmsson og Gyða Dögg Heiðarsdóttir sem voru verðlaunuð fyrir glæsilegan árangur í sumar.

Elmar Darri, sem var að keyra unglingaflokkinn, í fyrsta sinn í sumar gerði sig lítið fyrir og sigraði uppskar Íslandsmeistaratitil í flokknum.

Gyða Dögg varði Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki og var einnig valin akstursmaður ársins hjá MSÍ í kvennaflokki.