Gunnar valinn þjálfari ársins

Gunnar Gunnarsson, þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta, var í kvöld útnefndur þjálfari ársins í 1. deildinni á nýliðinni leiktíð.

Kjörinu var lýst á loka­hófi Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands sem nú stend­ur yfir í Gull­hömr­um.

Undir stjórn Gunnars urðu Selfyssingar í 3. sæti 1. deildarinnar á hans fyrsta tímabili með liðið. Selfoss fór í umspil um sæti í efstu deild en tapaði þar fyrir Stjörnunni.

Selfyssingar fengu fleiri verðlaun á lokahófinu í kvöld því Ómar Ingi Magnús­son var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar. Ómar átti oft á tíðum frábærar innkomur í lið Selfoss í vetur en hann er lykilmaður í U-18 ára landsliði Íslands.

Fyrri greinStyrmir stökk hæst allra
Næsta greinGrýlupottahlaup 4/2014 – Úrslit