Gunnar ráðinn þjálfari Selfoss

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is hefur handknattleiksdeild Umf. Selfoss ráðið Gunnar Gunnarsson sem þjálfara meistaraflokks og 2. flokks karla

Gunnar er reynslumikill þjálfari en hann þjálfaði karlalið Þróttar í 1. deildinni í vetur. Áður var hann m.a. með meistaraflokk Fjölnis og kvennalið Gróttu/KR.

Gunnar er 52 ára gamall og hefur víða komið við sem þjálfari og leikmaður en hann var á árum áður leikstjórnandi íslenska landsliðsins.

Gengið verður frá þriggja ára samningi við Gunnar í þessari viku.

Fyrri greinSelfoss fer upp á Skaga
Næsta greinÁrborg lánar íbúum matjurtagarða