Gunnar Nelson heimsótti Berserki BJJ

Gunnar og Halldór ásamt iðkendum hjá Berserkjum BJJ. Ljósmynd/Aðsend

Berserkir BJJ á Selfossi varð eins árs síðastliðinn laugardag en félagsmenn í Berserkjum æfa brasilískt jiu-jitsu.

Í tilefni afmælisins komu Gunnar Nelson, UFC bardagakappi, og Halldór Logi Valsson, þjálfari í Mjölni og einn besti keppandi Íslands í greininni, í heimsókn til Berserkja.

Þeir Gunnar og Halldór stýrðu tækniæfingum fyrir hópinn og glímdu svo við iðkendur Berserkja BJJ.

Fyrri greinBergþóra ráðin djákni við Skálholtsprestakall
Næsta greinÍslenskur matur fyrir Íslendinga