Gunnar Kári og Hans Jörgen kveðja Selfoss

Gunnar Kári handsalar samninginn við Ásgeir Jónsson formann handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH

Selfyssingurinn Gunnar Kári Bragason hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH.

Hann er annar leikmaðurinn sem kveður Selfoss eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrr í vikunni en Hans Jörgen Ólafsson skrifaði í gær undir samning við Stjörnuna.

Gunnar Kári og Hans Jörgen eru tvítugir og hafa báðir átt sæti í yngri landsliðum Íslands. Þeir munu leika sinn síðasta leik fyrir Selfoss – í bili vonandi – þegar Grótta kemur í heimsókn í Set-höllina á föstudagskvöld í lokaumferð deildarinnar.

Fyrri greinManúela Maggý tekur þátt í Upptaktinum
Næsta greinLést á Fimmvörðuhálsi