Gunnar hættur með Selfossliðið

Gunn­ar Gunn­ars­son er hætt­ur þjálf­un karlaliðs Sel­foss í handbolta eft­ir að hafa stýrt liðinu und­an­far­in tvö ár.

Þetta staðfesti Lúðvík Magnús Ólason formaður hand­knatt­leiks­deild­ar Sel­fyss­inga við mbl.is í dag.

Gunn­ar er reynslu­mik­ill þjálf­ari og þjálfaði meðal ann­ars áður Fjölni og Þrótt hér á landi en hann kom ungu liði Sel­fyss­inga í undanúr­slit um­spils um sæti í Olís-deild­inni þar sem liðið féll úr leik gegn Fjölni í odda­leik.

Lúðvík staðfesti einnig að Þórir Ólafs­son muni ekki taka við liðinu en seg­ir Sel­fyss­inga koma til með að leita að þjálf­ara sem verði bú­sett­ur á Sel­fossi.

Fyrri greinStrætóferðir falla niður komi til verkfalla
Næsta greinAfköst við lofthreinsun Hellisheiðarvirkjunar tvöfölduð