Gunnar Björn aðstoðar Ingólf

Selfyssingurinn Gunnar Björn Helgason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Hamars í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil og verður hann því Ingólfi Þórarinssyni til aðstoðar.

Gunnar Björn er markmaður og fór í gegnum yngri flokka Selfoss. Hann kemur hins vegar til Hamars frá HK og mun hann alfarið sjá um markmannsþjálfun Hamars.

Hamarsmenn hafa verið aðsópsmiklir á leikmannamarkaðnum í vetur en meðal nýrra leikmanna liðsins eru Mario Torres Ferreira og Mateusz Tomasz Lis, sem koma frá Stál-úlfi, Logi Geir Þorláksson og Sveinn Fannar Brynjarsson frá Árborg, Lúðvíg Árni Þórðarson frá Stokkseyri og Ævar Már Viktorsson frá KFR.

Fyrri greinÁ gjörgæslu eftir flugeldaslys
Næsta greinEyrún og Guðmann sigruðu