Gunnar áfram með Selfossliðið

Gunnar Rafn Borgþórsson og knattspyrnudeild Selfoss hafa komist að samkomulagi um að Gunnar þjálfi áfram kvennalið Selfoss í Pepsi-deildinni.

Gunnar staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is í kvöld.

Gunnar tók við þjálfun Selfossliðsins haustið 2012 og hefur liðið tekið miklum framförum undir hans stjórn.

Selfyssingar urðu í 6. sæti í deildinni í fyrra með markatöluna 19-33 en í sumar lauk liðið keppni í 4. sæti með markatöluna 40-27. Auk þess fór Gunnar með liðið í úrslitaleik Borgunarbikarsins í ár þar sem Selfoss mætti Stjörnunni.

Fyrri greinHart barist í lokaumferðinni
Næsta greinSex marka tap á Ásvöllum