Gunnar þjálfar Selfyssinga

Samkvæmt áræðanlegum heimildum sunnlenska.is hefur Gunnar Guðmundsson verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í knattspyrnu.

Gunnar stýrði HK frá 2004 til 2008 en síðustu ár hefur hann séð um þjálfun U17 ára landsliðs Íslands með góðum árangri.

Gunnar hefur áður verið orðaður við þjálfarastólinn hjá Selfyssingum en þeir ræddu við hann um að þjálfa liðið fyrir tveimur árum, áður en Logi Ólafsson var ráðinn. Logi stýrði liðinu upp úr 1. deildinni í fyrra og niður í hana aftur á nýliðnu tímabili, áður en hann hélt á vit nýrra ævintýra hjá Stjörnunni fyrr í þessari viku.

Nýr þjálfari liðsins verður kynntur til leiks á blaðamannafundi sem hefst í Íslandsbanka á Selfossi kl. 15 í dag.

Fyrri greinReyndi aftur að kveikja í lögreglustöðinni
Næsta greinÞurfti ekki að hugsa sig lengi um