Gull, silfur og brons á Íslandsmóti í loftskammbyssu

Keppendur frá Skyttum á Íslandsmótinu í loftskambyssu. Á myndina vantar Viggó og Emil. Ljósmynd/Skyttur

Keppendur frá Skotíþróttafélaginu Skyttum náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í loftskambyssu, sem haldið var í Egilshöll í Reykjavík um helgina.

Skyttur sendu átta keppendur á mótið og komu þeir heim með fjóra Íslandsmeistaratitla, fern silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Þetta er mesti fjöldi sem hefur farið á eitt mót frá Skyttum og voru margir að keppa á sínu fyrsta móti.

Elín Kristín Erlingsdóttir varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki. Óðinn Magnússon landaði silfri í drengjaflokki og þar varð Elfar Egill Ívarsson í 3. sæti. Þess má geta að sigurvegari drengjaflokksins var Adam Ingi Høybye Franksson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, en Adam er ættaður frá Fiskalóni í Ölfusi.

Magnús Ragnarsson vann bronsverðlaun í karlaflokki og varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla og í 0. flokki karla varð Viggó Guðlaugsson í Íslandsmeistari og Emil Kárason 2. sæti. Viggó náði góðu skori og skaut sig upp í 3. flokk á mótinu með 493 stig. Í 0. flokki kvenna varð Rakel Rún Karlsdóttir í Íslandsmeistari og Anna Margrét Aðalsteinsdóttir í 2. sæti.

Í liðakeppni kvenna fengu Skyttur silfur og í liðakeppni karla náðu Skyttur bronsi. Það er gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta skipti sem Skyttur ná að senda kvennaliðið til keppni en það var skipað þeim Önnu Margréti, Elínu Kristínu og Rakel Rún. Í karlaliðinu voru þeir Emil, Magnús og Viggó.

Fyrri greinÞrír bikarmeistaratitlar á Selfoss
Næsta greinMoskvít gefur ekkert eftir á Sviðinu