Gul viðvörun í Breiðholtinu

Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði þrennu fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn eru komnir í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 0-2 sigur á Fenri á útivelli í kvöld.

Það var búið að gefa út gula viðvörun á Hertz-vellinum í Breiðholti fyrir kvöldið en Fenrismenn áttuðu sig ekki á því og gulir og glaðir Ægismenn tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Emanuel Nikpalj skoraði úr vítaspyrnu á 28. mínútu og Ásgrímur Þór Bjarnason tvöfaldaði forskot Ægismanna á 39. mínútu með góðu marki.

Ægir mætir KB eða Snæfelli á útivelli í 2. umferðinni.

1. umferð lýkur um helgina
Fyrstu umferð Mjólkurbikarsins lýkur um helgina en á laugardag mætast Augnablik og Árborg í Fífunni í Kópavogi og KFR og KH á Selfossvelli og á sunnudaginn taka Selfyssingar svo á móti Þrótti Vogum á gervigrasinu á Selfossi.

Fyrri greinHamar með bakið upp við vegg
Næsta greinMismunandi endurómun í listasafninu