Guðrún skoraði glæsilegt sigurmark

Hamarskonur náðu í stig í dag. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar sigraði ÍR 1-0 í 2. deild kvenna í knattspyrnu í dag. Leikurinn átti að fara fram á Grýluvelli en þar sem veðurspáin var slæm var hann færður inn í Egilshöll í Grafarvogi.

Fyrri hálfleikur var markalaus en um miðjan seinni hálfleikinn skoraði Guðrún Halla Finnsdóttir glæsliegt mark fyrir Hamar. Það reyndist eina mark leiksins og Hvergerðingar fögnuðu sigrinum vel.

Hamar er nú í 6. sæti deildarinnar með 14 stig en ÍR er í 8. sæti með 10 stig.

Fyrri greinKFR og Hamar í góðri stöðu
Næsta greinBerghólar fallegasta gatan í Árborg