Guðrún Jóna aðstoðar Glenn

Guðrún Jóna og Jonathan Glenn halda áfram samvinnu sinni. Ljósmynd/UMFS

Knattspyrnudeild Selfoss hefur ráðið reynsluboltann Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára.

Guðrún er afar reynslumikill þjálfari en hún hefur stýrt fjölda liða, svosem Haukum, Þrótti, FH, KR, Aftureldingu/Fjölni og nú síðast Keflavík en þar vann hún með Jonathan Glenn í tvö ár. Guðrún er með UEFA Pro þjálfaragráðu.

Sem leikmaður spilaði hún yfir 350 leiki með KR og vann fjölda titla. Þá á hún að baki 25 landsleiki fyrir Ísland.

Fyrri greinTíunda tap Hamars/Þórs í deildinni
Næsta greinJólatónleikar í Skálholti og á Selfossi