Guðmundur Ísbjarnarbani

Guðmundur Garðar Sigfússon skoraði tvívegis fyrir Árborg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Árborgar lyfti sér upp í 2. sæti A-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu með öruggum sigri á Ísbirninum á heimavelli í kvöld, 3-0.

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson kom Árborg í 1-0 á 34. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Guðmundur Garðar Sigfússon annað mark Árborgar og heimamenn leiddu 2-0 í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik veitti Guðmundur Garðar Ísbirninum náðarhöggið með öðru marki sínu og lokatölur urðu 3-0.

Árborg hefur 12 stig í 2. sæti riðilsins en Ísbjörninn er á botninum án stiga.

Fyrri greinSjö sumarkiljur fyrir bókafólkið
Næsta greinGjöfin til íslenzkrar alþýðu