Guðmundur Hólmar í Selfoss

Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss. Ljósmynd/Aðsend - Foto Olimpik

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert þriggja ára samning við vinstri skyttuna Guðmund Hólmar Helgason.

Guðmundur hefur spilað með austurríska liðinu West Wien undanfarin tvö ár en spilaði þar á undan með franska liðinu Cesson Rennes. Guðmundur er uppalinn Akureyringur en spilaði einnig með Val áður en hann hélt út í atvinnumennskuna.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni segir að það sé ljóst að Guðmundur muni styrkja liðið bæði sóknarlega og varnarlega og er gríðarleg ánægja með þennan liðsauka í herbúðum Selfoss.

Guðmundur er 27 ára gamall og hefur leikið 25 landsleiki. Hann var í landsliðshópnum á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu 2017.

Hér fyrir neðan er myndband frá Selfyssingum þar sem Guðmundur Hólmar er kynntur til leiks.

Fyrri greinMyndi vilja sitja í með Vatna-Brandi
Næsta grein„Dásamlegt að finna fyrir svona mikilli bjartsýni“