Guðmundur Árni íþróttakarl Aftureldingar

Guðmundur Árni Ólafsson, íþróttakarl Aftureldingar 2020. Mynd/Raggi Óla

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson var valinn íþróttakarl Aftureldingar í Mosfellsbæ árið 2020.

Guðmundur Árni leikur handbolta með Aftureldingu en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessa nafnbót. Afturelding hefur staðið fyrir vali á íþróttkarli og -konu ársins í nærri hálfa öld. Guðmundur var einnig valinn handknattleiksmaður ársins hjá Aftureldingu.

Sesselja Líf Valgeirsdóttir, knattspyrnukona var valin íþróttakona Aftureldingar. Athöfnin þar sem valið var tilkynnt fór fram utandyra á gamlársdag við íþróttamannvirkin að Varmá.

„Guðmundur var markahæsti leikmaður Aftureldingar og næst markahæsti leikmaður Olís deildarinnar á síðasta tímabili. Guðmundur var lykilmaður í liðinu sem endaði í 3. sæti Olís deildarinnar. Liðið var á góðri siglingu þegar COVID-19 lokun skall á og er núna á toppnum í Olís deild karla. Guðmundur Árni er mikill leiðtogi innan- sem utanvallar. Hann æfir vel, leggur mikið á sig og er frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn,“ segir meðal annars í greinargerð með valinu.

Það er handbolti.is sem greindi frá þessu.

Fyrri greinHarður árekstur á svörtum ís
Næsta greinFlugeldasýning á Selfossi á þrettándanum