Guðmunda sæmd silfurmerki HSK

Guðmunda og Guðríður Aadnegard, formaður HSK, sem nældi merkinu í hana. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Guðmunda Ólafsdóttir, formaður Frjálsíþróttaráðs Héraðssambandsins Skarphéðins, var sæmd silfurmerki sambandsins á héraðsþingi í Árnesi síðastliðið fimmtudagskvöld.

Guðmunda Ólafsdóttir hefur frá barnsaldri tekið virkan þátt í störfum íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún var kosin formaður Umf. Vöku í ársbyrjun 2011 og gegndi því embætti þar til félagið var lagt niður árið 2016 og Umf. Þjótandi tók við verkefnum gömlu félaganna í Flóahreppi. Guðmunda tók þátt í að stofna Þjótanda og var kosin fyrsti formaður félagsins.

Guðmunda var kosin í stjórn Frjálsíþróttaráðs HSK árið 2012 og hefur frá árinu 2013 verið formaður ráðsins. Hún hefur staðið sig frábærlega í því embætti og stýrt ráðinu af miklum metnaði og dugnaði.

Fyrri greinGísli Freyr valinn söngvari Músiktilrauna
Næsta greinFyrsti sigur Hamars í deildarbikarnum