Guðjóna ráðin framkvæmdastjóri Hamars

Guðjóna Björk Sigurðardóttir.

Íþróttafélagið Hamar hefur ráðið Guðjónu Björk Sigurðardóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Guðjóna Björk er 53 ára viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og hefur búið í Hveragerði frá tveggja ára aldri.

Guðjóna hefur víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri, stjórnun og stefnumótun sem nýtast mun félaginu í framtíðarverkefnum þess.

Hún hefur verið gjaldkeri aðalstjórnar Hamars undanfarin tvö ár og gengur úr framkvæmdastjórn á aðalfundi Hamars í mars samhliða því sem hún hefur formlega störf.

Fyrri greinGlódís Rún íþróttamaður Ölfuss 2023
Næsta greinSeldu 14 þúsund bollur á bolludaginn