Guðjón Baldur og Ísak fengu brons í Þýskalandi

Guðjón Baldur Ómarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

U-19 ára landslið karla í handbolta vann til bronsverðlauna á Sparkassen Cup í Þýskalandi, en mótið fór fram á milli jóla og nýárs. Í liðinu voru Selfyssingarnir Guðjón Baldur Ómarsson og Ísak Gústafsson.

Ísland spilaði gegn Saar, Hollandi og Danmörku í riðlakeppni mótsins. Liðið gerði 25-25 jafntefli gegn Saar og vann Hollendinga og Dani nokkuð sannfærandi. Í undanúrslitum léku Íslendingar á móti sterku liðið Tékka þar sem þeir steinlágu og mættu því Dönum í leik um bronsið. Ísland vann Danmörku auðveldlega, 29-23, og tryggði sér bronsið. Guðjón Baldur var markahæstur í bronsleiknum með 6 mörk.

Leikir Íslands:
Ísland 25-25 Saar (Guðjón 1, Ísak 1)
Ísland 31-15 Holland (Ísak 3, Guðjón 2)
Ísland 23-18 Danmörk (Guðjón 4)

Undanúrslit: Ísland 24-29 Tékkland (Ísak 1)

Úrslit: Ísland 29-23 Danmörk (Guðjón 6, Ísak 2)

Næstu verkefni U-19 liðsins er fjögurra liða mót í Þýskalandi í júní og síðan HM í Makedóníu í  byrjun ágúst.

Fyrri greinGabríel Sindri farinn frá Hamri
Næsta greinUmtalsverð fækkun fæðinga á HSU