Guðjón Baldur áfram á Selfossi

Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 5 mörk. Ljósmynd: Umf. Selfoss/Árni Þór Grétarsson

Örvhenti hornamaðurinn Guðjón Baldur Ómarsson hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Guðjón, sem er 21 árs, hefur verið fastamaður í liði Selfoss í nokkur ár og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni segir að þar á bæ sé gríðarleg ánægja með að Guðjón Baldur hafi framlengt samning sinn og tilhlökkun að sjá Guðjón og félaga hans í Selfossliðinu spila handbolta seinna í vor.

Fyrri greinSundhöll Selfoss hefur eigin klórframleiðslu
Næsta grein45 kærðir fyrir hraðakstur